Fréttir
Eldri fréttir: 2008 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Bæklingur um stefnumótun í áfengismálum
Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur gefið út bækling sem fjallar um stefnumótun í áfengismálum. Þar eru þjóðir hvattar til að móta sér stefnu í áfengismálum og bent er á aðgerðir sem sannreynt þykir að skili árangri til að draga úr skaðlegri neyslu áfengis.
Ungmenni og ættartengsl. Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna
Út er komið nýtt rit um reynslu og sýn ungmenna sem hafa reynslu af skilnaði foreldra sinna. Ritið ber titilinn Ungmenni og ættartengsl. Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna.
Nýr kynningarbæklingur um embætti umboðsmanns barna
Út er kominn nýr kynningarbæklingur um embætti umboðsmanns barna. Í bæklingnum er í stuttu máli farið yfir hlutverk og eðli embættisins og stiklað á stóru um réttindi barna. Bæklingurinn er bæði ætlaður fyrir börn og fullorðna.
Vel heppnaðar hringborðsumræður hagsmunaaðila um neytendavernd barna - Skjöl
Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda lengja samráðsferli um væntanlegar reglur um frekari mörk við markaðssókn sem beinist sérstaklega að börnum.
Hringborð um neytendavernd barna
Í dag, þriðjudaginn 27. maí, stóðu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fyrir hringborðsumræðum um neytendavernd barna. Á fundinn mættu um 50 manns frá hagsmunaaðilum, félagasamtökum og ýmsum stofnunum.
Merki og stef Dags barnsins
Í gær, sunnudaginn 25. maí, var Dagur barnsins haldinn hátíðlegur með ýmsu móti um allt land. Í ráðhúsi Reykjavíkur fór fram verðlaunaathöfn þar sem vinningshöfum í samkeppni um merki og stef Dags barnsins voru veitt verðlaun.
Frumvarp til laga um sjúkratryggingar, 613. mál, heildarlög.
Heilbrigðisnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um sjúkratryggingar, 613. mál, heildarlög. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. maí 2008.
Fræðslufundur um fjölmenningu
Samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM heldur fræðslufund um fjölmenningu á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 28. maí n.k. kl. 8:15 til 10:00.
Útgáfa veggspjalda um Barnasáttmálann
Í dag, föstudaginn 23. maí, kynntu umboðsmaður barna, UNICEF á Íslandi, Barnaheill og Námsgagnastofnun ný veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmálans við hátíðlega athöfn í Laugarnesskóla.
Síða 6 af 14