3. júní 2008

Ungmenni og ættartengsl. Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna

Út er komið nýtt rit um reynslu og sýn ungmenna sem hafa reynslu af skilnaði foreldra sinna. Ritið ber titilinn Ungmenni og ættartengsl. Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna.

1991942 Ungmenni Og Aettartengsl ForsidaÚt er komið nýtt rit um reynslu og sýn ungmenna sem hafa reynslu af skilnaði foreldra sinna. Ritið ber titilinn Ungmenni og ættartengsl. Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna. Höfundar eru dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf og formaður stjórnar RBF (Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd), Jóhanna Rósa Arnardóttir forstöðumaður RBF og Guðlaug Magnúsdóttir félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Í bókinni er greint frá rannsókn meðal nemenda í þriðja bekk framhaldsskóla sem tjá viðhorf sín og eigin reynslu af skilnaði foreldra.  Sjá nánar á vefsíðu RBF.

Bókin er gefin út af RBF og Háskólaútgáfunni í maí 2008. Hún fæst hjá Bóksölu stúdenta.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica