Fréttir
Eldri fréttir: 2008 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti
Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum
Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi. Eru þessar athugasemdir m.a. vegna kvikmynda sem að mati foreldra/forráðamanna barna eru ekki við hæfi fyrir börn í þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð.
Hönd þín skal leiða en ekki meiða! Átak gegn ofbeldi á börnum
Í júní sl. hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.
Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum
Bók um réttindi barna - Know your rights
Ný menntastefna - nám alla ævi
Menntaþing 12. september í Háskólabíói. Hvaða tækifæri felast í nýrri menntastefnu? Leggðu þitt fram við að móta framtíð menntunar á Íslandi. Ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu.
Útivistartíminn styttist í dag
Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.