Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Sumarið er tíminn - Morgunverðarfundur

Þriðjudaginn 5. júní mun Náum áttum hópurinn sem umboðsmaður barna á fulltrúa í halda morgunverðarfund á Grandhóteli. Yfirskriftin að þessu sinni er: Sumarið er tíminn: samvera, útihátíðir; ábyrgð hverra?

Sjá nánar

Börn og umhverfi - Námskeið

Rauði krossinn stendur fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Námskeiðið verður haldið víða um landið í lok maí og fyrri hluta júnímánaðar.

Sjá nánar

Klám - ógnun við velferð barna

Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) bjóða til opins fyrirlesturs David L. Burton, MSW, Ph.D, í dag, miðvikudag 23. maí kl. 12:00-13:00

Sjá nánar

Listviðburður fyrir alla

Sýning franska götuleikhússins Royal de Luxe fer fram í miðborg Reykjavíkur dagana 10. til 12. maí. Föstudaginn 11. maí fór 8 metra há risafígúra, Risessan, á flakk um götur borgarinnar við mikla hrifningu vegfarenda.

Sjá nánar

Trampólín

Umboðsmaður barna birtir hér grein eftir Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur, sviðstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rétta notkun trampólína.

Sjá nánar

Börn og umferðin

Grein eftir Hildi Tryggvadóttur Flóvenz starfsmann hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um helstu atriði er varða öryggi barna í umferðinni.

Sjá nánar

Forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum - Ráðstefna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Forvarnir eru besta leiðin sem haldin verður í Kennaraháskólanum 24 -25 maí 2007. Aðstandendur ráðstefnunnar eru Barnaverndarstofa, Blátt áfram, Félag heyrnarlausra, Háskólinn í Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Stígamót og Neyðarlínan 112.

Sjá nánar

Börn og vanræksla - Ráðstefna að ári

Norræna félagið gegn illri meðferð á börnum stendur fyrir fimmtu ráðstefnu sinni á Nótel Nordica 18.-21. maí 2008. Þema ráðstefnunnar verður Börn og vanræksla: Þarfir - skyldur - ábyrgð.

Sjá nánar