23. maí 2007

Klám - ógnun við velferð barna

Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) bjóða til opins fyrirlesturs David L. Burton, MSW, Ph.D, í dag, miðvikudag 23. maí kl. 12:00-13:00

Klám - ógnun við velferð barna

Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) bjóða til opins fyrirlesturs David L. Burton, MSW, Ph.D.

Tími: Miðvikudaginn 23. maí 2007 kl. 12.00-13.00, í Odda, stofu 101.

Á www.rbf.is segir:

Í fyrirlestri sínum mun David L. Burton fjalla um rannsóknir sínar á klámi og gerendum kynferðislegs ofbeldis og tengja það við rannsóknartengdar starfsaðferðir í félagsráðgjöf (research-based practice).

David L. Burton hefur mikla reynslu af rannsóknum, kennslu og meðferðarþjálfun í Bandaríkjunum og víðar. Hann kemur hingað til lands í tengslum við ráðstefnuna “Forvarnir eru besta leiðin” í boði Háskólans í Reykavík og Blátt Áfram hópsins.

Milli kl. 11.30 og 12.00, verður léttur málsverður (samlokur o.fl) í boði fyrir gesti.

Allir velkomir

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica