Vinur minn lýgur
strákur
13
Ég á einn besta vin en hann leikur við alla en svo lýgur hann að mér og öllum hinum vinum hans. Á ég að segja öllum eða bara láta það vera????
Komdu sæll
Það gæti verið ágætis byrjun að segja þessum vini þínum frá því hvað þér finnst um það að hann sé að ljúga að vinum sínum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að krakkar ljúga. Kannski er hann eitthvað óöruggur með sig. Það er líka alveg eðilegt að þú viljir fyrst tala um þetta við einhvern sameiginlegan vin ykkar. Ef þér líður illa út af þessu er líklega best að þú ráðfærir þig við einhvern fullorðinn sem þú treystir, t.d. foreldra þína. Einnig vill umboðsmaður benda á að umsjónarkennarinn þinn eða námsráðgjafinn í skólanum geta líka hjálpað til í svona málum.
Gangi þér vel.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna