Vinna barna
Má maður byrja að vinna á þrettánda ári eða þegar maður á afmæli á þrettánda árinu?
Hæ og tkk fyrir að hafa samband við umboðsmann barna.
Vinna barna yngri en 15 ára er almennt bönnuð. Það er samt heimilt að ráða börn yngri en 13 ára til að taka þátt í menningar- eða listviðburðum og íþrótta- og auglýsingastarfsemi en til þess þarf að fá leyfi frá Vinnueftirlitinu. Börn á aldrinum 13-15 ára mega vinna störf af léttara tagi, t.d. bera út blöð eða vinna við garðvinnu. Það eru mjög góðar upplýsingar um vinnu barna og ungmenna á þessari heimasíðu og hvetjum við þig til að lesa þær vel yfir með foreldrum þínum.
Bestu kveðjur frá umboðsmanni barna með ósk um gleðilegt nýtt ár.