Ýmislegt : Hverjir eru helstu embættismenn SÞ?

Hverjir eru helstu embættismenn SÞ?

Ýmislegt : Það hlustar enginn á okkur

Börn eru beitt misrétti. Allir halda að krakkar séu heimskir og vitlausir, það hlustar enginn á okkur og öllum virðist sama. Það er ekki fyrr en við reynum að drepa okkur (af þeirra völdum) sem fullorðna fólkið vill hlusta. Okkur finnst þau ekki hlusta á okkur þegar við tölum saman, allir að horfa á sjónvarpið og enginn nennir að tala... samt segir fólk að við viljum ekki tala, það er út af því að þegar við viljum tala þá eru þau ekki tilbúin að ræða málin... þetta líf er líka erfitt fyrir okkur, það er ekki bara til unglingavandamál heldur fullorðinsvandamál útaf því að þeir skilja okkur ekki því að þau eru annað að gera þegar við reynum að tjá okkur... Við reynum að láta okkur líða vel og bæla niður þessa vanlíðan með því að drekka okkur full og nota fíkniefni. EN einsog ég sagði það eru allir góðir við mann þegar maður er veikur eða á einhvað erfitt. Þá vilja allir hlusta en það er bara of seint... 

Ýmislegt : Útivistartíminn: Fæðingarár eða afmælisdagur?

hæ.. þetta er kannski ekkert voðalega áríðandi en mig vantar að vita hvernig útivistartíminn er... fer hann eftir fæðingarári eða afmælisdegi. því ég á afmæli svo seint á árinu og má ég þá ekki vera jafn lengi úti og aðrir vinir mínir sem eru búin að eiga afmæli...því foreldrar mínir halda að það sé eftir afmælisdegi en mér var sagt hitt.. og mig langaði að vita hvort væri rétt..

Ýmislegt : Mér finnst ekki vera gert nóg fyrir krakka

Mér finnst ekki vera gert nóg fyrir krakka, við höfum þarfir eins og fullornir... Við þurfum peninga (vinnu) og þægilega skóla...

Ýmislegt : Of gömul fyrir námskeið - of ung til að vinna!

Af hverju ætli maður fái ekki jafnmörg verkefni og þegar maður var yngri?  Þá var maður vanur að fara á ýmis námskeið en núna (aðalega á sumrin) gefst manni ekkert til að gera.  Maður er OF gamall til að fara á einkverskonar námskeið, (skátanámskeið, skólagaraðar og fleira..) og OF ungur til að fara vinna eða fá sér einhverja létta vinnu... eða jú svosem þá viðurkenni ég það að ég myndi ekki vilja hanga á námskeiðum eða fara í unglingavinnuna en samt er eitthvað sem mér finnst vanta fyrir unglinga sérstaklega á sumrin!

Ýmislegt : Staður fyrir börn til að hittast og ræða málin

Hæ. Ég var að hugsa er ekki til einhver staður sem að börn og unglingar geta komið sínum skoðunum á framfæri? Eins og fullorðna fólkið fær að kjósa. Það er kannski ekki rétt af krökkum við fermigar aldur að vilja fá kosningar rétt því að börn á þeim aldri hafa kannski ekki nógu/mis mikinn skilning á pólitískum málum.

Það sem ég vil bara koma á framfæri er að börn eru líka fólk og mér finnst að öllu fólki ætti að sýna tillitsemi til að seiga frá því sem þau vilja eða hafa skoðun á. Börn ættu að fá einhvern stað til þess að hittast og tala um mál sem að skipta í alvörunni máli og það sem ÞEIM börnunum finnst skipta máli. Mér finnst eins og það sé ekki hlustað nógu mikið á okkur. Við erum nú verðandi fullorðnir. Hvað á að undirbúa okkur til þess að hafa skoðannir? Það halda bara sumir að þeir megi ekki hafa skoðanir á stjórnmálum eða þess háttar af því að þau eru börn !!!  

Ýmislegt : Lögin segja hvenær börn eiga að vera kominn inn en ekki hvenær þau mega fara út aftur!

Jamm þetta er í sambandi við útivistarreglurnar... ég er að spá sko sjáðu nú til... Börn 13-16 ára verða að vera komin inn kl 24:00 eftir 1.mai til 1.september... En það er aldrei tekið fram hvenær má hleypa okkur aftur út!   En er þessi rökfærsla sem ég fann á einhverri heimasíðu ekki rökfræðilega rétt? Börn 13-16 ára verða að vera komin inn kl 24:00 eftir 1.mai til 1.september enn hvað varðar önnur mörk á þessum útvistartíma þá er ekki skilgreint, hvorki í lögum né reglugerðum með beinum hætti hvenær óhætt eða leyfilegt sé að hleypa börnunum út aftur. Hins vegar má finna þess konar tímamörk í ákvæðum um almennan svefnfrið og næturró. Í lögum um fjöleignarhús, nr. 26 frá 1994 segir í 74. gr. að bannað sé að raska svefnfriði og markast sá tími svefnfriðar frá miðnætti til klukkan 7 næsta morgun. Þessi lög gilda bara um fjöleignarhús en telja má út frá þessu sjónarmiði að útivistartími unglinga sé 23 klukkustundir og 59 min semsagt unglingar þurfa að koma heim klukkan 24:00 og meiga fara út klukkan 24:01 en mega hins vegar ekki raska svefnfrið á neinn hátt í þessa 7 klukkutima eða frá 24:00 til 07:00 ! ! ! ! jamm endilega komdu með þína skoðun á þessu... ;D

Ýmislegt : Um lögheimilisbreytingu

Eru til lög sem að skilda börn undir lögaldri til að hafa lögheimili hjá foreldrum sínum? Er t.d. ekki hægt fyrir 16 ára ungling á leið í framhaldsskóla í öðru sveitarfélagi en foreldrarnir búa í, að breyta um lögheimili? Og þá er ég að meina með samþykki foreldranna.  Gæti maður t.d. ekki haft lögheimili hjá systkini?

Ýmislegt : Má fullorðið fólk skamma mann ef maður gerir eitthvað óvart?

Má fullorðið fólk skamma mann ef maður gerir eitthvað óvart?

Ýmislegt : Skráning í pólitískt félag

Þarf ég leyfi foreldra minna til að ganga í pólitískt félag?

Síða 7 af 7

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica