Skattur
Þegar ég verð 16 hvað þarf ég fá mikið (í laun) á mánuð til að borga skatt fyrir það?
Hæ og takk fyrir að hafa samband við umboðsmann barna.
Þegar börn verða 16 ára byrja þau að borga skatt. Skatthlutfall (31,48%, 37,98% og 46,28%) fer eftir því hversu háar tekjur maður hefur.
Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum einstaklingum eldri en 16 ára og hann er núna (árið 2024) 64.926 kr. á mánuði. Persónuafsláttur sem er ekki notaður í einum mánuði safnast upp og má nýta síðar á árinu. Það þýðir að 64.926 *12 (mánuðir) = 779.112 kr. dragast frá því sem maður borgar í skatt yfir árið. Þú byrjar þess vegna ekki að greiða skatt af laununum þínum fyrr en þú hefur nýtt persónuafsláttinn þinn. Börn sem vinna bara á sumrin þurfa því yfirleitt ekki að greiða skatt.
Börn sem eru yngri en 16 ára hafa sérstakt frítekjumark og greiða 6% skatt af tekjum sem fara yfir þetta frítekjumark. Fæst börn eru með það háar tekjur að þau þurfi að greiða mikið í skatta. Börn undir 16 ára aldri eiga hins vegar ekki rétt á persónuafslætti.
Þú hefur samband aftur ef þú vilt fá meira af upplýsingum um þetta málefni.
Gangi þér vel.
Með kveðju,