Mamma bannar mér að krúnuraka mig
Hæ ég er stelpa og mig langar að krónuraka mig en mamma leyfir það ekki. Má hún banna mér að krónuraka mig eða má ég ráða því sjálf?
Miklvægt er að foreldrar hlusti á börn, hvað þeim finnst og hvað þau vilja. Því eldri sem börn verða því meiri áhrif eiga þau að hafa á eigið líf.
Almennt má ganga út frá því að unglingar ráði miklu um daglegt líf og geti tekið flestar minniháttar ákvarðanir sjálfir t.d. um eigið útlit og klippingu. Það má samt ekki gleyma að foreldrar gegna mikilvægu leiðbeiningar- og verndarhlutverki og bera ábyrgð á velferð barna sinna til 18 ára aldurs. Þannig að það má segja í stuttu máli að þegar þú ert orðinn unglingur hefur þú heilmikið um hlutina að segja en foreldrar eiga samt sem áður lokaorðið.
Best væri auðvitað ef þið getið rætt þetta og komist að samkomulagi, kannski vilt þú byrja á því að stytta hárið eitthvað og sjá hvernig þér líkar það svona til að byrja með.
Gangi þér vel!
Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna