Má pabbi taka út peningana mína?
Má pabbi minn fara út í banka og takið peninga úr bankareikningi mínum án míns leyfis?
Hæ,
Það er frekar erfitt að svara þessari spurningu með einföldu já eða nei. Börn verða fjárráða 18 ára sem þýðir að þau ráða ekki sjálf yfir peningum sínum. Það gildir samt ekki um laun eða peninga sem þú hefur fengið í gjöf, t.d. í afmælisgjöf, þú ræður sjálf yfir þeim peningum. Foreldrar bera ábyrgð á því að halda utan um fjármál barna sinna þangað til þau ná 18 ára aldri en þau eiga alltaf að halda peningum barnsins og sínum eigin peningum aðskildum. Foreldrar mega þó aldrei taka pening sem barnið á og nota í sína eigin þágu.
Það er hluti af skyldum foreldra að hafa umsjón með þessum málum fyrir hönd barna sinna í samræmi við það sem er þeim fyrir bestu. Þegar foreldrar taka ákvarðanir um fjármál barnanna sinna verða þau þó alltaf að hlusta á skoðanir barnanna og taka tillit til þeirra.
Í lokin ber að geta þess að barn á rétt á því að foreldrar þess framfæri það þangað til það verður 18 ára. Foreldrar eiga því að sjá börnum sínum fyrir húsaskjóli, fæði, klæði og öðru sem því er nauðsynlegt.
Vonandi skýrir þetta eitthvað en ef eitthvað er óljóst þá máttu endilega senda okkur annað erindi.
Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna