Má kennari snerta mann án leyfis?
Strákur
13
Má kennarinn snerta mann án leyfis?
Komdu sæll
Þú átt rétt á friðhelgi einkalífs og átt sjálfur að ráða yfir eigin líkama. Ef þú biður kennarann þinn um að hætta að koma við þig á hann að virða það. Ef það dugar ekki til að tala við kennarann þinn skaltu endilega ræða við einhvern annan sem þú treystir í skólanum, t.d. námsráðgjafa eða skólastjóra, og biðja viðkomandi um að tala við kennarann fyrir þig. Það gæti líka verið góð hugmynd fyrir þig að tala við foreldra þína og biðja þá um að tala við kennarann eða skólastjórann.
Það kemur ekki fram hvernig kennarinn kemur við þig. Ef kennarinn er að meiða þig eða koma við þig á annan óviðeigandi hátt er mikilvægt að þú látir einhvern fullorðinn vita. Það er aldrei í lagi að einhver meiði mann eða láti manni líða illa.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna