Kynferðisleg áreitni
Umboðsmaður barna fékk tvö erindi þar sem spurt um káf og kynferðislega áreitni.
Spurning 1
Ég var að labba heim af æfingu og sá 2 vespur með 2 farþega a hverri vespu. Ég stoppa meðan þeir fara framhjá og þá snertir einn gaurinn rassinn a mer og var rosa stoltur, mer fannst þetta ógeð. Er þetta sexual assault (kynferðislegt ofbeldi)?
Spurning 2
Þetta gerðist við mig. Er þetta sexual assault (kynferðislegt ofbeldi)?
Ég er ekki buin að segja neinum nema þeim sem vou a staðnum og 3 öðrum vinkonum. Við vorum að labba í Hagkaup og sjáum strak sem við þekkjum og einn vinur minn sagði í djóki hélt ég og sagði "jumpaðu hana" og hann fór bara og kleip brjóstin á mér og þessi vinur minn þá sá það ekki þannig ég hvislaði honum það og sagði við hann sem við hittum “gaur þú fokking snertir mig” og reyndi að slá hann en var í svo miklu sjokki þannig ég náði engum krafti þannig hann sparkaði i rassinn minn.
Svar:
Hæ,
Takk fyrir póstinn þinn. Það er alveg rétt hjá þér, að það þegar einhver snertir mann án leyfis, eins og þú lýsir í póstinum þínum, þá er það kynferðisleg áreitni, sem er ein tegund kynferðisofbeldis. Það eiga allir rétt á því að fá að hafa sinn líkama í friði og að fá sjálfir að velja, hvort einhver snertir mann. Það má enginn snerta mann án leyfis en börn eiga alls konar mannréttindi eins og t.d. réttinn til þess að fá vernd gegn öllum tegundum ofbeldis. Hér getur þú lesið meira um mannréttindi barna .
Hér getur þú lesið meira um mismunandi tegundir kynferðisofbeldis og hvert er hægt að hafa samband til þess að tala um það við einhvern ef maður hefur orðið fyrir slíku.
Umboðsmaður barna mælir einnig með að þú segir foreldrum þínum frá þessari upplifun. Ef þú treystir þér ekki til að segja þeim frá þá getur þú rætt við umsjónakennarann þinn, skólahjúkrunarfræðing, námsráðgjafa eða annan fullorðinn sem þú treystir vel.
Góð kveðja frá umboðsmanni barna