Klæðnaður í skóla
Geta kennarar sagt þér í hverju þú átt að vera í og bannað þér að vera í ákveðnum fötum?
"Mega kennarar segja þér í hverju þú átt að vera í? Kennararnir og skólastjórinn minn finnst ég klæðast of "ögrandi" þannig má semsagt ekki vera í hlýrabolum né mjaðmabuxum."
Hæ.
Í stuttu máli þá mega kennarar eða skólastjóri ekki segja þér í hverju þú átt að vera. Það eru auðvitað undantekningar á því t.d. ef það er skýrt í skólareglum um klæðnað eins og t.d. skólabúning en okkur er ekki kunnugt um að slíkar reglur séu í skólum hér á landi. Sem betur fer höfum við það frelsi hér að geta klætt okkur eins og við viljum og fyrir suma getur klæðnaður skipt miklu fyrir sjálfsmyndina.
Gangi þér vel.
Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna.