Íþróttamiðstöðvar
Eru íþróttamiðstöðvar í eigu ríkisins eða einkaaðila? Og hvar get ég séð um þetta?
Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.
Í 7. gr. íþróttalaga nr. 64/1998 kemur fram að bygging íþróttamannvirkja fyrir skóla og til almenningsnota sé almennt í verkahring sveitarfélaga. Það er þess vegna vanalega sveitarfélögin sem eiga íþróttamiðstöðvarnar.
Einstaka íþróttafélög hafa farið þá leið að byggja sjálf aðstöðu og í sumum tilvikum hefur sveitarfélagið leigt þá aðstöðu af íþróttafélaginu. Þú getur haft samband við sveitarfélagið þar sem íþróttamiðstöðin er staðsett og fengið upplýsingar um það hver á hana.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna