Einhver krakki að lemja mig
strákur
13 ára
Það er einhver krakki í 5. bekk sem er að lemja mig.
P.s. Ég er í 7. bekk
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?
Hæ.
Það er ekki gott að heyra að annar krakki sé að lemja þig. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi. Þú gætir prófað að tala við viðkomandi og segja því að þér finnist framkoma þess óþægileg. Ef þú vilt það ekki eða treystir þér ekki til þess þá gæti líka verið sniðugt að ræða þetta við kennarann þinn, námsráðgjafann í skólanum, skólahjúkrunarfræðing eða annan sem þú treystir. Ef þetta er einelti þá ber skólanum að taka á því í samræmi við eineltisáætlun skólans.
Vonandi svarar þetta þér einhverju en þú mátt alltaf hafa samband aftur með því að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hafa samband í síma 800-5999 (gjaldfrjálst númer fyrir börn)