Bannaðir tölvuleikir
Má ég spila CS:GO (Counter Strike: Global Offensive) mér finnst ég sé nógu gamall (að verða 12 ára) en hvað finnst þér?
Hæ.
Nei, umboðsmanni barna finnst þú ekki nægilega gamall til að spila Counter Strike. CS:GO leikurinn er með aldursviðmiðið (PEGI) 18 ára sem þýðir að í honum er efni sem þykir mjög ofbeldisfullt.
Það eru til lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum ( nr. 62/2006). Í þeim lögum segir að bannað sé að sýna börnum undir til ofbeldiskvikmyndir og -tölvuleiki, sem og kvikmyndir eða tölvuleiki sem ógna velferð þeirra.
Umboðsmaður barna getur því aldrei mælt með að börn séu að spila tölvuleiki sem ekki eru ætluð þeirra aldri.
Það eru til fullt af öðrum leikjum sem þú getur spilað í staðinn hvort sem er einn eða með öðrum og fela ekki í sér ofbeldi eða annað skaðlegt efni fyrir börn.
Gangi þér vel.
Kærar kveðjur frá umboðsmanni barna.