Að borða á skólatíma
Getur skólinn bannað nemendum að drekka og borða á skólatímum?
Skólar geta sett ákveðnar reglur um það hvenær leyfilegt er að borða og/eða drekka á skólatímum. Í mörgum skólum er t.d. bannað að neyta matar og drykkjar í almennri kennslustund og í kennslustofu. Það þýðir samt ekki að nemendum sé bannað að borða á skólatímum heldur eru þá sérstök matarhlé og frímínútur þar sem nemendur geta borðað. Ef þér finnst reglurnar ósanngjarnar þá er gott að koma því áfram t.d. til kennarans þíns eða skólastjóra.