Fréttir (Síða 21)

Fyrirsagnalisti

27. september 2021 : Úrslit Krakkakosninga

Krakkakosningar fóru fram í mörgum grunnskólum landsins í liðinni viku. Úrslit þeirra voru kynnt á kosningavöku RÚV laugardaginn 25. september. 

17. september 2021 : Kosið fyrir framtíðina

Vel heppnaður kosningafundur barna var haldinn í gær í Hörpu. Á fundinum spurðu börn frambjóðendur spjörunum úr um málefni sem snúa að börnum.

15. september 2021 : Kosningafundur barna

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna efnir til fundar með fulltrúum þeirra framboða sem bjóða fram til næstu alþingiskosninga. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna fyrir þingkosningarnar.

5. september 2021 : Fundur fólksins

Ungmenni úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna tóku þátt í Fundi fólksins sem fór fram í Norræna húsinu föstudaginn 3. september sl. Þar ræddu þau meðal annars við umboðsmann um líðan sína á tímum Covid.    

25. ágúst 2021 : Krakkakosningar

Krakkakosningar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV og verða þær nú haldnar í fimmta sinn í tengslum við Alþingiskosningarnar sem verða 25. september.

25. ágúst 2021 : Undirbúningur fyrir barnaþing

Barnaþing verður haldið í Hörpu í nóvember síðar á þessu ári. Undirbúningur gengur vel og um 140 börn eru nú skráð til leiks á þingið.  

20. ágúst 2021 : Ungmennaráð fundar með ríkisstjórn

Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hitti ríkisstjórn Íslands í dag, í sal Þjóðmenningarhússins. 

19. ágúst 2021 : Ráðgjafarhópur hittist á ný

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittist nú í vikunni eftir gott sumarfrí og verður með reglulega fundi í vetur til að ræða ýmis mál sem varðar réttindi barna.

2. júlí 2021 : Ársskýrsla 2020

 

Umboðsmaður barna átti fund með forsætisráðherra og kynnti fyrir henni skýrslu embættisins fyrir árið 2020.

Síða 21 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica