Ungmennaráð fundar með ríkisstjórn
Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hitti ríkisstjórn Íslands í dag, í sal Þjóðmenningarhússins.
Ungmennaráðið hefur undanfarna mánuði unnið að tillögum til ríkisstjórnarinnar, um það sem þeim þykir mega betur fara á Íslandi, frá sjónarhorni ungs fólks. Tillögurnar eru unnar alfarið af þeim, auk þess sem opnað var fyrir tillögur frá öllum börnum og ungmennum á Instagram reikning ráðsins.
Ungmennaráðið átti virkilega góðan fund með ríkisstjórninni þar sem allir voru sammála um að mikilvægt samtal væri að eiga sér stað. Ríkisstjórnin lét í ljós áhuga sinn á áframhaldandi samtali um margar af þeim tillögum sem lagt var fram. Þá gáfu þau ungmennaráðinu loforð um að koma þessum tillögum áfram á næstu ríkisstjórn.