Fundur fólksins
Ungmenni úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna tóku þátt í Fundi fólksins sem fór fram í Norræna húsinu föstudaginn 3. september sl. Þar ræddu þau meðal annars við umboðsmann um líðan sína á tímum Covid.
Í samtali sínu við Salvöru Nordal, umboðsmann barna komu þau Kristjana Eldey, Júlíana Rós, Þórey María og Vilhjálmur, ungmenni í ráðgjafarhópnum, meðal annars inn á mikilvægi þess að börn eigi greiðan aðgang að auðskiljanlegri fræðslu um Covid og hluti því tengdu. Þau ræddu um skólalífið, þá erfiðleika sem fólust í því að færa skólastarfið á netið og þá mismunun sem felst í aðstöðumun barna þar sem ekki allir hafa aðgang að tölvu og síma heima.
Sum börn hafa þróað með sér félagskvíða í kjölfar heimsfaraldursins.
Félagslífið á tímum kórónuveirunnar kom einnig til tals og hvernig sum börn hafa þróað með sér félagskvíða í kjölfar faraldursins. Fleiri málefni voru rædd en af mörgu er að taka þegar kemur að líðan barna og ungmenna.
Streymi frá fundinum:
Streymi frá fundinumHefst á tímanum 3:21:20
Annað ítarefni:
- Fundur fólksins.
- Um ráðgjafarhópinn.
- Frásagnir barna á tímum kórónuveirunnar.
- Umfjöllun í Fréttablaðinu 03.09.2021.