Fréttir: október 2022

Fyrirsagnalisti

31. október 2022 : Loftbrúin og umgengni

Embættið hefur sent Vegagerðinni bréf vegna ábendinga þess efnis að börn sem eiga foreldra með lögheimili utan Reykjavíkur á svokölluðu loftbrúarsvæði njóti ekki jafnræðis við niðurgreiðslu fargjalda vegna umgengni við foreldra sem ekki fara með forsjá þeirra.

26. október 2022 : Tannréttingar barna

Embættið hefur sent bréf til heilbrigðisráðherra varðandi greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. 

20. október 2022 : Fylgd barna úr frístundaheimilum á íþróttaæfingar

Embættið hefur sent bréf til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi öryggi barna þegar þau fara frá frístundaheimilum í íþróttir eða aðrar tómstundir.

17. október 2022 : Staða barna sem eiga foreldra í fangelsum

Embættið hefur sent bréf til dómsmálaráðherra til að vekja athygli á réttindum og stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 

13. október 2022 : Innleiðing Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

11. október 2022 : Fréttatilkynning: Réttindagæsla barna

Embætti umboðsmaður barna hefur nú hafið tilraunaverkefni til tveggja ára, um réttindagæslu barna, en um er að ræða aðgerð sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun stjórnvalda um innleiðingu Barnasáttmálans.

10. október 2022 : Vegna bréfs borgarstjóra

Umboðsmanni barna hefur borist svarbréf borgarstjóra um gjaldskrárhækkanir Strætó bs., og kosningaloforð um gjaldfrjálsar strætósamgöngur fyrir öll börn í Reykjavík.

3. október 2022 : Börn fanga - hin þöglu fórnarlömb fangelsunar

Ný skýrsla umboðsmanns barna um greiningu á réttindum barna fanga og stöðu þeirra er komin út. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica