Fréttir


Eldri fréttir: mars 2017

Fyrirsagnalisti

29. mars 2017 : Könnun um ungmennaráð sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur óskað eftir upplýsingum frá öllum sveitarfélögum um stöðu ungmennaráða.

21. mars 2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 16. mars 2017.

21. mars 2017 : Tillaga til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, 3. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 17. mars 2017.

15. mars 2017 : Umboðsmaður barna fundar með forsætisráðherra

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, átti fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra í morgun en embættið heyrir undir forsætisráðuneytið. Á fundinum ræddu þau um störf og verkefni umboðsmanns barna.

7. mars 2017 : Þingmenn gerast talsmenn barna á Alþingi

Þingmenn úr öllum flokkum gerðust í dag talsmenn barna á Alþingi. Þeir skuldbinda sig til að hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi við störf sín. Fulltrúar ungmennaráða ávörpuðu þingmenn.

2. mars 2017 : Einmanaleiki - morgunverðarfundur Náum áttum

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum verður miðvikudaginn 8. mars næstkomandi. Að þessu sinni er umræðuefnið "Einmanaleiki og sjálfskaðandi hegðun ungs fólks".

1. mars 2017 : Öskudagurinn

Umboðsmaður barna tekur á móti öllum syngjandi krökkum í dag, öskudaginn.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica