Fréttir
Eldri fréttir: 2016 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti
Tengslafundur fyrir félagasamtök
Tengslafundur fyrir félagasamtök sem vinna að málefnum barna verður haldinn fimmtudaginn 6. október, milli kl. 14:30 og 16.
Páll Valur Björnsson hlýtur Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða
Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlaut í dag Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Verðlaunin falla í hlut þess þingmanns sem ungmennunum þykir hafa staðið sig best í að vekja athygli á og berjast fyrir réttindum barna á Alþingi á ári hverju. Verðlaunin verða veitt árlega og voru afhent í fyrsta skipti í dag.
Tillaga til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017-2021 með áherslu á börn og barnafjölskyldur
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017-2021 með áherslu á börn og barnafjölskyldur, 813. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 7. september 2016.
Námsgögn á táknmáli - bréf
Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra og Menntamálastofnun bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um aðgang heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að námsgögnum á táknmáli í grunnskólum hér á landi.
Börn í leit að alþjóðlegri vernd
Umboðsmaður barna hefur á undanförnum mánuðum sérstaklega kynnt sér málefni barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Ljóst er að það er mikill vilji hér á landi til þess að tryggja réttindi barna. Því miður virðist þó oft skorta upp á að réttindi barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd séu raunverulega virt í framkvæmd.
Ungir vegfarendur fara senn á kreik
Nú fara grunn- og framhaldsskólarnir að byrja eftir dágott sumarfrí og má því búast við að nýir vegfarendur haldi innreið sína inn í umferðina - labbandi, hjólandi eða með öðrum leiðum. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á okkur sem eldri eru og höfum verið þátttakendur í umferðinni í lengri tíma að vera góðar fyrirmyndir.
Réttur til menntunar - ábyrgð foreldra
Nú styttist í skólabyrjun í framhaldsskólum landsins. Af því tilefni vill umboðsmaður barna minna foreldra og aðra á réttindi barna í framhaldsskólum. Eftir að skyldunámi lýkur eiga öll börn rétt á menntun eða starfsþjálfun við hæfi og er sá réttur m.a. tryggður í 28. gr. Barnasáttmálans og lögum um framhaldsskóla.
Velferðarvaktin sendir út hvatningu til sveitarfélaga
Velferðarvaktin sendi út hvatningu til sveitarstjórna, skólanefnda, skólaskrifstofa og skólastjóra um að leggja af kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna eða halda honum í algjöru lágmarki.
Samantekt um nýafstaðnar krakkakosningar
Í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní sl. stóðu KrakkaRÚV og umboðsmaður barna fyrir forsetakosningum barna til þess að gefa börnum tækifæri á því að láta skoðanir sínar á frambjóðendum í ljós. Um 2.500 börn tóku þátt í kosningunum og voru niðurstöður þeirra kynntar á kosningavöku RÚV.
Síða 3 af 9