23. september 2016

Tengslafundur fyrir félagasamtök

Tengslafundur fyrir félagasamtök sem vinna að málefnum barna verður haldinn fimmtudaginn 6. október, milli kl. 14:30 og 16.

Síðustu ár hefur umboðsmaður barna boðið hinum ýmsu félagasamtökum sem vinna að málefnum barna á fund. Markmiðið með þessum fundum hefur verið að ræða hagsmuna- og réttindamál barna út frá ýmsum hliðum og efla samráð og samstarf milli aðila sem vinna með einum eða öðrum hætti að því að bæta stöðu barna í samfélaginu.

Nú er bráðum liðið frá síðasta fundi og vill umboðsmaður barna því enn og aftur bjóða öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna á tengslafund. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 6. október nk.milli kl. 14:30-16:00, á skrifstofu umboðsmanns barna, Kringlunni 1, 5. hæð (gamla Morgunblaðshúsið). Eins og síðustu  er markmiðið með fundinum að skiptast á upplýsingum og læra hvort af öðru. Í byrjun fundarins myndum við gjarnan vilja biðja þá sem mæta um að segja stuttlega frá starfi samtaka sinna og helstu málefnunum sem brenna á þeim.

Eins og í fyrra munum við bjóða upp á stutta fræðslu (örnámskeið) um réttindi barna fyrir þá sem hafa áhuga hálftíma fyrir fundinn, eða kl. 14:00.  

Öll félagasamtök sem vinna að málefnum barna eru velkomin. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hringja í síma 552-8999.

3 Hagsmunir Barna I Forgang


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica