Þegar ákveðið er hvort barn eigi að dvelja jafnt hjá báðum foreldrum eiga hagsmunir þess að hafa forgang og vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra.
Í dag kom út skýrsla um aðgerðir Evrópulanda til að koma í veg fyrir skaða sem börn verða fyrir af ásetningi. Í skýrslunni eru kannaðar þær aðgerðir sem hafa átt sér stað í 25 ríkjum Evrópu til að takast á við þennan vanda. Ísland er eitt af löndunum sem fjallað er um í skýrslunni.
Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands (RBF) stendur fyrir málstofu 27. mars kl. 12 til 14. Yfirskriftin er Tengsl feðra og barna – ábyrgð þátttaka og verður málstofan haldin í stofu 101 í Lögbergi.
Rannsóknasetur í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) stendur fyrir málþingi um jafnræétti í leikskólastarfi 27. mars kl. 13 til 16. Yfirskriftin er Að rýna með jafnréttisgleraugum: Leikskólastarf og staðalmyndir!
Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 8:15 - 10:00. Yfirskrift fundarins er "Úti alla nóttina... næturlíf og neysla"