Fréttir
Eldri fréttir: 2012 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Málþing um einelti
Skólastjórafélag Íslands heldur málþing undir yfirskriftinni: Unnið gegn einelti - ábyrgð og skyldur 25. september, kl. 13:00-16:00 á Grand hóteli.
Ný heimasíða hjá Náum áttum
Náum áttum er fræðslu- og forvarnarhópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna.
Ungt fólk 2012 : menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla
Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2012 meðal nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla er komin út.
Ársskýrsla fyrir árið 2011 er komin út
Starfsárið 2011 var erilsamt og viðburðarríkt. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins fór töluverður tími í að efla og styðja við þátttöku barna í samfélaginu. Eitt af stærri verkefnum umboðsmanns barna ársins 2010 var ritun skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Námskeið Greiningarstöðvar á haustmisseri
Greiningarstöðin gefur tvisvar sinnum á ári út yfirlitsbækling um námskeið á næstunni.
Námskrárdrög til umsagnar - Frestur til 7. september
Á vef menntamálaráðuneytisins eru birt drög að námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að bregðast við og senda inn athugasemdir um drögin á netfangið postur@mrn.is.is í síðasta lagi 7. september 2012.
Námsdagur um mikilvægi tilfinningatengsla foreldra og ungbarna
Miðstöð foreldra og barna stendur fyrir námsdegi í samstarfi við Þerapeiu, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Embætti landlæknis og Barnaverndarstofu, föstudaginn 31. ágúst nk. kl. 9-16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift dagsins er "Understanding why some mothers find it hard to love their babies."
Lærum hvert af öðru - virkjum grunnþættina - Málþing
Mennta- og menningarmálaráðuneytið heldur í samstarfi við Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga málþing um grunnþætti í nýrri menntastefnu.
Ekki meir - Ný bók um eineltismál
Út er komin hjá Skólavefnum bókin EKKI MEIR eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing. Eins og titillinn gefur til kynna er bókin hugsuð sem verkfæri í viðleitni til að sporna við einelti.
Síða 6 af 14