Fréttir
Eldri fréttir: 2012 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti
Breytingar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
Nú hafa breytingar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010 tekið gildi. Aldurstakmörk sem kveða á um að börn þurfi að vera tíu ára til að fara ein í sund miðast nú við 1. júní árið sem börnin verða tíu ára en ekki afmælisdag.
Afdrif barna sem dvöldu á meðferðarheimilum BVS 2000-2007 - Rannsókn
Föstudaginn 5. október nk. munu Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi MA og Ásdís A. Arnalds félagsfræðingur MA kynna niðurstöður rannsóknar um afdrif barna sem dvöldu á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 - 2007.
Barnasáttmálinn - frá réttindum til raunveruleika - Námskeið
Umboðsmaður barna stendur fyrir námskeiði um innleiðingu Barnasáttmálans fimmtudaginn 18. október næstkomandi kl. 9-11. Fyrirlesari er Hjördís Eva Þórðardóttir, meistaranemi í mannréttindum barna við Háskólann í Stokkhólmi.
Ungt fólk 1992-2012 - Ráðstefna
Umoðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Ungt fólk 1992-2012. Æskulýðsrannsóknir í 20 ár - Hvað vitum við nú sem við vissum ekki þá? sem haldin verður fimmtudaginn 4. október 2012, Háskólanum í Reykjavík, í stofu V-102 kl. 08:30 til 15:30.
Skyldur ríkisins samkvæmt nýjum barnalögum - Bréf
Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af því að með breytingum sem samþykktar voru með lögum nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 fylgi ekki nægt fjármagn sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt hinum nýju lögum.
Börn og breytingar í skólum - glærukynning
Hér er hægt að skoða glærukynningu Margrétar "Börn og breytingar í skólum" en í henni er fjallað um aðkomu og áhrif nemendanna sjálfra á ákvarðanir um viðamiklar breytingar í skólastarfi.
Samráð í sátt - afmælisþing Heimilis og skóla
Heimili og skóli fagna 20 ára afmæli samtakanna 17. september nk. og blása því til málþings í Gerðubergi þar sem samtökin voru stofnuð. Rætt verður um samráð við breytingar á skólastarfi.
Velferð barna í erfiðri stöðu - Könnun velferðarvaktarinnar
Vakin er athygli á tveimur skýrslum um velferð barna í erfiðri stöðu. Um er að ræða niðurstöður könnunar sem velferðarvaktin stóð fyrir árið 2011 og framhaldskönnunar árið 2012
Fastur á netinu? - Morgunverðarfundur Náum áttum
Yfirskrift fyrsta morgunverðarfundar Náum áttum á þessu hausti er Fastur á netinu? Á fundinum verður fjallað um tölvufíkn, áhrif mikillar tölvunotkunar á ungmenni, forvarnir og úrræði.
Síða 5 af 14