Fréttir


Eldri fréttir: 2012 (Síða 11)

Fyrirsagnalisti

26. mars 2012 : Fagráð vegna eineltismála í grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti hinn 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Ráðherra hefur jafnframt skipað þriggja manna fagráð til eins árs.

23. mars 2012 : Frumvarp til laga um skráð trúfélög (lífsskoðunarfélög, aðild barna o.fl.), 509. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skráð trúfélög (lífsskoðunarfélög, aðild barna o.fl.), 509. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. mars 2012.

22. mars 2012 : Glærur frá málþinginu Er barnalýðræði á Íslandi?

Á vef Þroskaþjálfafélags Íslands er nú hægt að nálgast glærur fyrirlesara frá málþinginu „Er barnalýðræði á Íslandi?" sem haldið var 22. og 27 janúar síðastliðinn.

20. mars 2012 : Tilsjón og stuðningsfjölskylda - Málstofa um barnavernd

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 26. mars kl. 12:15 - 13:15 í Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, Höfðaborg. Yfirskriftin er „Kynning á tveimur MA rannsóknum um beitingu úrræðanna tilsjón og stuðningsfjölskylda í barnaverndarstarfi."

19. mars 2012 : Um hormónatengdar getnaðarvarnir

Umboðsmaður barna vill koma eftirfarandi á framfæri vegna umræðu undanfarinna daga um frumvarp til breytinga á lyfjalögum nr. 93/1994 og lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 sem velferðarráðherra kynnti í seinustu viku á ríkisstjórnarfundi.

15. mars 2012 : Skóli sem siðvætt samfélag - Ráðstefna

Félag um menntarannsóknir stendur fyrir 10 ára afmælisráðstefnu FUM laugardaginn 17. mars undir yfirskriftinni Skóli sem siðvætt samfélag: Menntarannsóknir og framkvæmd menntastefnu. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

13. mars 2012 : Málþing um tannheilsu íslenskra barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir málþingi um tannheilsu íslenskra barna miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 9-11 á Grand Hóteli í Reykjavík.

12. mars 2012 : Peningagjafir til fermingarbarna

Í 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi eignarréttar. Börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir og er eignarréttur engin undantekning.

8. mars 2012 : Mega börn ráða því hvort þau fermast?

Allir njóta frelsis um lífsskoðanir sínar og trúarlegrar sannfæringar samkvæmt íslensku stjórnarskránni. Börn falla að sjálfsögðu undir þetta ákvæði rétt eins og fullorðnir.
Síða 11 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica