Fréttir
Eldri fréttir: 2012 (Síða 11)
Fyrirsagnalisti
Fagráð vegna eineltismála í grunnskólum
Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti hinn 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Ráðherra hefur jafnframt skipað þriggja manna fagráð til eins árs.
Frumvarp til laga um skráð trúfélög (lífsskoðunarfélög, aðild barna o.fl.), 509. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skráð trúfélög (lífsskoðunarfélög, aðild barna o.fl.), 509. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. mars 2012.
Glærur frá málþinginu Er barnalýðræði á Íslandi?
Tilsjón og stuðningsfjölskylda - Málstofa um barnavernd
Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 26. mars kl. 12:15 - 13:15 í Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, Höfðaborg. Yfirskriftin er „Kynning á tveimur MA rannsóknum um beitingu úrræðanna tilsjón og stuðningsfjölskylda í barnaverndarstarfi."
Um hormónatengdar getnaðarvarnir
Skóli sem siðvætt samfélag - Ráðstefna
Málþing um tannheilsu íslenskra barna
Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir málþingi um tannheilsu íslenskra barna miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 9-11 á Grand Hóteli í Reykjavík.
Peningagjafir til fermingarbarna
Í 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi eignarréttar. Börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir og er eignarréttur engin undantekning.