20. mars 2012

Tilsjón og stuðningsfjölskylda - Málstofa um barnavernd

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 26. mars kl. 12:15 - 13:15 í Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, Höfðaborg. Yfirskriftin er „Kynning á tveimur MA rannsóknum um beitingu úrræðanna tilsjón og stuðningsfjölskylda í barnaverndarstarfi."

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 26. mars kl. 12:15 - 13:15 í Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, Höfðaborg.

Yfirskriftin er „Kynning á tveimur MA rannsóknum um beitingu úrræðanna tilsjón og stuðningsfjölskylda í barnaverndarstarfi"
Fyrirlesarar eru  Margrét Þórarinsdóttir og Anna Ingibjörg Opp.

Málstofan er haldin á vegum Barnaverndarstofu, Barnaverndar Reykjavíkur, félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands (HÍ) og faghóps félagsráðgjafa í barnavernd.

Nálgast má upplýsingar um rannsóknir þeirra Margrétar Þórarinsdóttur "Tilsjón, tilgangur og markmið í barnaverndarstarfi" og Önnu Ingibjargar Opp "Stuðningsfjölskyldur í Reykjavík. Umfang, markmið, framkvæmd og málalok" á Skemman.is:

http://skemman.is/item/view/1946/10359
http://skemman.is/item/view/1946/10428

Málstofan verður tekin upp og vistuð á heimasíðu Barnaverndarstofu eins og fyrri málstofur.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica