Fréttir
Eldri fréttir: 2011 (Síða 7)
Fyrirsagnalisti
Kynningar fyrir skóla - Bréf
Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum bréf þar sem boðið er upp á kynningar fyrir nemendur og starfsfólk skólanna. Með bréfinu fylgdu sýnishorn af hurðaspjöldunum Verum vinir sem embættið gaf út í fyrra.
Ársskýrsla 2010 komin út
Út er komin skýrsla umboðsmanns barna til forsætisráðherra um störf á árinu 2010.
Öryggi á leiksvæðum barna
Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra bréf þar sem hún lýsir áhyggjum sínum yfir stöðu öryggismála á leiksvæðum barna.
Ungt fólk og lýðræði - Ráðstefna
Ungmennafélag Íslands heldur ungmennaráðstefnu sem ber yfirskriftina „Ungt fólk og lýðræði“ á Hótel Örk í Hveragerði dagana 22. – 24. september. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Nemendafélög í grunnskólum
Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar,uppfræða þá og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi.
Lýðræðisleg þátttaka foreldra í þágu skólastarfs
Öllum má vera ljós ávinningur af virkri þátttöku foreldra í skólastarfinu. Til þess þurfa þeir að fræðast um og þekkja hinar formlegu leiðir við að koma hagsmunamálum sínum og nemenda á framfæri.
Skráning upplýsinga í Mentor
Persónuvernd tók nýlega til skoðunar tvenns konar mál sem varða Mentor. Annars vegar féll úrskurður um skráningu grunnskóla á viðkvæmum persónuupplýsingum um nemenda í Mentor og hins vegar gaf Persónuvernd út leiðbeinandi álit um nafngreiningar í dagbókarfærslum grunnskólabarna.
Skólaorðaforði
Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að nálgast þýðingar á helstu hugtökum sem snerta skólagöngu barna á ýmsum tungumálum.
Fjölskyldan SAMAN á Menningarnótt
SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og unglingum í bæinn á Menningarnótt og njóta dagskrárinnar saman.
Síða 7 af 16