Fréttir


Eldri fréttir: 2011 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

26. október 2011 : Réttur barna til að lifa og þroskast - Ályktun vegna vímuvarnarviku

Börn eiga rétt til verndar gegn misnotkun áfengis heima og að heiman sem og rétt barna til upplýsinga um skaðsemi áfengis, tóbaks og annarra ávana og fíkniefna. Þau eiga jafnframt rétt á vernd gegn auglýsingum um þessi efni.

25. október 2011 : Fjármál barna

Meginreglan er sú að þar sem börn eru ófjárráða mega þau ekki ráða fé sínu, sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Undantekningar frá þessari reglu er að finna í 75. gr. lögræðislaganna. Samkvæmt því ákvæði ráða börn sjálfsaflafé sínu, gjafafé sínu og því fé sem lögráðamaður hefur látið það fá til ráðstöfunar.

24. október 2011 : Dagur gegn einelti - 8. nóvember 2011

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa fyrir degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti.

24. október 2011 : Vika 43 – virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu

Að þessu sinni er í viku 43 athygli beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna.

24. október 2011 : Lýðræði í grunnskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum tölvupóst þar sem hann óskar eftir upplýsingum um nemendafélög og aðkomu nemenda að skólaráðum. Hugmyndin er að safna upplýsingum og dæmum um góð vinnubrögð til að miðla áfram á heimasíðu embættisins.

21. október 2011 : 1700 börn hafa fengið kynningu

Það sem af er hausti hefur umboðsmaður barna ásamt starfsmanni farið í fjölmargar heimsóknir í skóla.

21. október 2011 : Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum - Málstofa

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 31. október kl. 12:15 - 14:15. Yfirskriftin er Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum

18. október 2011 : Lokaathugasemdir frá Barnaréttarnefndinni í Genf

Þann 6. október 2011 skilaði Barnaréttarnefndin í Genf athugasemdum sínum við skýrslu íslenska ríkisins um framkvæmd Barnasáttmálans á Íslandi.

12. október 2011 : Athugasemdir umboðsmanns vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárframlagi til Barnaverndarstofu

Vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlagi ríkisins til Barnaverndarstofu í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 hefur umboðsmaður barna komið athugasemdum á framfæri við fjárlaganefnd.
Síða 5 af 16

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica