25. október 2011

Fjármál barna

Meginreglan er sú að þar sem börn eru ófjárráða mega þau ekki ráða fé sínu, sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Undantekningar frá þessari reglu er að finna í 75. gr. lögræðislaganna. Samkvæmt því ákvæði ráða börn sjálfsaflafé sínu, gjafafé sínu og því fé sem lögráðamaður hefur látið það fá til ráðstöfunar.

Reglulega berast umboðsmanni barna erindi frá börnum sem varða fjármál. Að því tilefni vill umboðsmaður koma eftirfarandi á framfæri.

Meginreglan er sú að þar sem börn eru ófjárráða mega þau ekki ráða fé sínu, sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Undantekningar frá þessari reglu er að finna í 75. gr. lögræðislaganna. Samkvæmt því ákvæði ráða börn sjálfsaflafé sínu, gjafafé sínu og því fé sem lögráðamaður hefur látið það fá til ráðstöfunar. Ef um tiltölulega mikið sjálfsaflafé eða gjafafé er að ræða eða ef barnið fer illa með féð getur sýslumaður, án tillits til fyrirmæla gefanda, ef því er að skipta, tekið eða heimilað lögráðamanni að taka féð að nokkru eða öllu leyti til varðveislu og ræður barnið þá ekki því fé meðan sú ráðstöfun helst. Þó er mikilvægt að hafa 12. gr. Barnasáttmálans til hliðsjónar en samkvæmt henni ber að leyfa barni að tjá sig um ráðstafanir sem snertir það og taka réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.

Hætta er á því að það færist í aukana að foreldrar vilji fá aðgang að bankareikningi barna sinna til að nota féð í þágu fjölskyldunnar sökum efnahagsástandsins. Slíkt er óheimilt. Í forsjárskyldum foreldra felst skylda til að sjá börnum sínum fyrir nauðsynjum svo sem fæði, klæði og húsnæði og á því ekki að nota fé í eigu barnsins til slíks.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica