Fréttir


Eldri fréttir: 2011 (Síða 12)

Fyrirsagnalisti

22. mars 2011 : Niðurskurður í skólum - Bréf til sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðs niðurskurðar í leik- og grunnskólum landsins. Umboðsmaður sendi því í gær, 21. mars 2011, bréf til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefnd eða þeim nefndum sveitarfélagaganna sem tekur ákvarðanir um skólamál.

21. mars 2011 : Hlustið á okkur - Ráðstefna um skóla án aðgreiningar

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndaskóla Íslands, stendur fyrir þriðju ráðstefnunni af þremur um skólastefnuna skóli án aðgrein­ingar fimmtudaginn 31. mars kl. 13.30–16.15 í fyrirlestrarsalnum Skriðu í hús­næði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

21. mars 2011 : Vanlíðan og hegðan barna - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á morgunverðarfund Náum áttum hópsins sem haldinn verður á miðvikudaginn, 23. mars n.k., kl. 8:15 - 10.

16. mars 2011 : Talaðu við mig - Fræðslurit um samtöl við börn

Barnaverndarstofa hefur gefið út fræðslurit og myndband TALAÐU VIÐ MIG, leiðbeiningar fyrir barnaverndarstafsmenn í samtölum við börn.

15. mars 2011 : Leyndarmálið - Fræðsluefni um kynferðisofbeldi gegn börnum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á lofsverðu framtaki samtakanna Réttindi barna en þau hafa gefið út teiknimynd ásamt stuðningsefni til að fræða börn um góð leyndarmál og slæm leyndarmál.

11. mars 2011 : 10. bekkingar vilja afnema hverfaskiptingu í framhaldsskóla

Umboðsmaður barna fagnar öflugu framtaki 10. bekkinga í Laugalækjarskóla sem söfnuðu um þúsund undirskriftum jafnaldra sinna til að mótmæla hverfaskiptingu í framhaldsskólum. Undirskriftirnar voru afhentar Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, í gær.

10. mars 2011 : Mikið um að vera á öskudag

Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri. Hér eru myndir af hluta af börnum og furðuverum sem heimsóttu skrifstofuna á Laugaveginum.

7. mars 2011 : Félagslegar aðstæður pólskra barnafjölskyldna í Reykjavík - Málstofa

Á morgun, 8. mars, verða kynntar niðurstöður könnunar á á félagslegum aðstæðum pólskra barnafjölskyldna í Reykjavík. Málstofan verður í stofu 201 í Odda í Háskóla Íslands og stendur frá kl. 12:10 til 13:00.

4. mars 2011 : Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, 211. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, 211. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi dags. 24. febrúar 2011.

Síða 12 af 16

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica