Fréttir


Eldri fréttir: 2011 (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

15. maí 2011 : Frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (heildarlög), 674. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (heildarlög), 674. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 15. maí 2011.

12. maí 2011 : Auður býr í barni hverju - Bæklingur um áhrif fátæktar á börn

Leikskólasvið og Menntasvið Reykjavíkur hafa gefið út bækling um áhrif fátæktar á börn og leiðir skóla til að bæta aðstæður þeirra og námsárangur

9. maí 2011 : Frumvarp til laga um grunnskóla (bættur réttur nemenda o.fl.), 747. mál.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um grunnskóla (bættur réttur nemenda o.fl.), 747. mál.. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 9. maí 2011.

4. maí 2011 : Lýðræði í leikskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra leikskólastjóra um lýðræði í leikskólum. Ætlunin er að safna saman upplýsingum frá leikskólum um verkefni þar sem sérstaklega er unnið út frá hugmyndum um grunngildi lýðræðis og lýðræðislegs samfélags.

2. maí 2011 : Skýrsla um list- og menningarfræðslu á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út í íslenskri þýðingu skýrslu Anne Bamford um list- og menningarfræðslu á Íslandi.

27. apríl 2011 : Frumvarp til laga um námsstyrki (aukið jafnræði til náms), 734. mál

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um Frumvarp til laga um námsstyrki (aukið jafnræði til náms), 734. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 27. apríl 2011.

26. apríl 2011 : Vel heppnað þing ungmenna um stjórnarskrána

Laugardaginn 16. apríl sl. var haldið þing ungmenna undir yfirskriftinni Stjórnlög unga fólksins. Markmiðið var að leyfa rödd barna og ungmenna að heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

15. apríl 2011 : Lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum ekki fylgt

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem bent er á að lögum um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006 er ekki  nægilega fylgt í framkvæmd, þó að nær fimm ár séu liðin frá gildistöku þeirra.

13. apríl 2011 : Stjórnlög unga fólksins – Leyfum röddum ungmenna að heyrast

Umboðsmaður barna, UNICEF og Reykjavíkurborg kynna í dag verkefnið Stjórnlög unga fólksins. Markmiðið er að tryggja að skoðanir íslenskra barna og ungmenna heyrist við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Síða 10 af 16

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica