Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ungmennaráð í sveitarfélögum

Umboðsmaður barna er ánægður með að málefnum ungmennaráða hafi verið fundinn staður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni.

Sjá nánar

Yfirlýsing Viku 43 - undirritun með velferðarráðherra

Í tilefni af Viku 43, Vímuvarnaviku 2011 hafa fulltrúar tuttugu félagasamtaka, umboðsmaður barna og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirritað yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að réttur barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu sé virtur.

Sjá nánar

Eignarréttur barna

Mikilvægt er að allir hafi í huga og geri sér grein fyrir því að börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir. Börn eiga því rétt á að ráðstafa eignum sínum á þann hátt sem þau kjósa, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, en þó innan skynsamlegra marka.

Sjá nánar

Fjármál barna

Meginreglan er sú að þar sem börn eru ófjárráða mega þau ekki ráða fé sínu, sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Undantekningar frá þessari reglu er að finna í 75. gr. lögræðislaganna. Samkvæmt því ákvæði ráða börn sjálfsaflafé sínu, gjafafé sínu og því fé sem lögráðamaður hefur látið það fá til ráðstöfunar.

Sjá nánar

Dagur gegn einelti - 8. nóvember 2011

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa fyrir degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti.

Sjá nánar

Lýðræði í grunnskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum tölvupóst þar sem hann óskar eftir upplýsingum um nemendafélög og aðkomu nemenda að skólaráðum. Hugmyndin er að safna upplýsingum og dæmum um góð vinnubrögð til að miðla áfram á heimasíðu embættisins.

Sjá nánar

Málþing um sameiginlega forsjá

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um sameiginlega forsjá og heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. Málþingið verður haldið á vegum Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS) og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) föstudaginn 14. október 2011, kl. 14.00-16.00 í stofu 104 á Háskólatorgi.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna á Suðurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins hafa í gær og í dag farið um Suðurland og heimsótt grunnskóla.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn er í dag

Forvarnardagur 2011 er haldinn í dag, miðvikudaginn 5. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar