27. október 2011

Eignarréttur barna

Mikilvægt er að allir hafi í huga og geri sér grein fyrir því að börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir. Börn eiga því rétt á að ráðstafa eignum sínum á þann hátt sem þau kjósa, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, en þó innan skynsamlegra marka.

Reglulega berast umboðsmanni barna erindi frá börnum sem varða eignarrétt. Að því tilefni vill umboðsmaður koma eftirfarandi á framfæri.

Mikilvægt er að allir hafi í huga og geri sér grein fyrir því að börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir. Börn eiga því rétt á að ráðstafa eignum sínum á þann hátt sem þau kjósa, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, en þó innan skynsamlegra marka. Foreldrum er skylt að virða eignarrétt barna sinna eins og aðrir, svo lengi sem ekki er þörf á að grípa til ráðstafana með það fyrir augum að vernda barnið. Þannig er foreldrum heimilt að grípa inn í óæskilega hegðun ef ástæða þykir til en þeim er með öllu óheimilt að takmarka eignarrétt barna sinna að ástæðu lausu.

Umboðsmanni barna hafa borist mörg erindi varðandi eignir barna sem eiga foreldra sem búa ekki saman. Rétt er að árétta þá reglu að óheimilt er að takmarka rétt barns til að njóta eigna sinna hjá báðum foreldrum. Barni er ávallt heimilt að fara með eignir sem þau hafa keypt sér eða fengið að gjöf til þess foreldris sem það býr ekki hjá og öfugt. Einungis í undantekningartilfellum er heimilt að víkja frá þessari meginreglu, t.d. þegar húsnæði hamlar því að barn færi eignir sínar á milli eða þegar eignir barna valda öðrum börnum á heimilinu vanlíðan.


 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica