Fréttir
Eldri fréttir: 2010 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti
Æskan - rödd framtíðar - Ráðstefna
28. - 30. október næstkomandi mun mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir ráðstefnu þar sem niðurstöður samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16-19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum Grænlandi og Álandseyjum.
Að uppræta einelti! - Morgunverðarfundur
Samstarfshópurinn Náum áttum heldur morgunverðarfund miðvikudaginn 13. október á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:15–10:00. Yfirskrift fundarins er Að uppræta einelti!
Börn og mótmæli
Í ljósi þeirra mótmæla sem nú eiga sér stað í samfélaginu vill umboðsmaður barna minna á að börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarf á sérstakri vernd að halda.
Þingmenn minntir á réttindi barna
Vegna umræðu um fjárlagafrumvarpið og niðurskurð hefur umboðsmaður barna sent öllum alþingismönnum bréf þar sem hann minnir á skyldu íslenskra stjórnvalda við börn. Með bréfinu fylgdi eintak af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í styttri útgáfu.
Drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið vakti í ágúst athygli á að drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla væru aðgengileg á vef ráðuneytisins. Umboðsmaður barna veitti umsögn sína í tölvupósti dags. 4. október 2010.
Drög að reglugerð um hollusthætti á sund- og baðstöðum
Umboðsmaður barna óskaði eftir að fá að veita umsögn um drög að reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Umsögn sína sendi hann umhverfisráðuneytinu í tölvupósti hinn 23. september 2010.
Vilt þú fræðast um réttindi barna?
Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, sveitarfélaga og ýmissa samtaka sem vinna með börnum þar sem boðið er upp á kynningu á embættinu og réttindum barna.
Eineltisátak – opnir borgarafundir
Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, Velferðarráðuneytin þrjú, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu.
Fyrsti fundur ráðgjafarhópsins í vetur
Á morgun hefst vetrarstarf ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Á Facebook hefur verið birt dagskrá fundarins.
Síða 4 af 13