16. september 2010

Eineltisátak – opnir borgarafundir

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, Velferðarráðuneytin þrjú, mennta-  og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu.

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, Velferðarráðuneytin þrjú, mennta-  og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu. Fundað verður í Árborg, á Ísafirði, í Reykjanesbæ, á Sauðárkróki, Akureyri, Grundarfirði, Fljótsdalshéraði, í Borgarbyggð, Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík tímabilið 14. september til 2. nóvember 2010.

Umfjöllunarefni fundanna er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga á þessum 11 stöðum munu undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinanda setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu“ eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur.

Staðbundin dagskrá verður auglýst nánar og eru allir velkomnir. Ætlunin er að láta verkin tala.

Nánar á www.heimiliogskoli.is og www.jerico.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica