Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Norrænt hollustumerki

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fylgja nú eftir leiðbeiningum um aukna neytendavernd barna með tillögu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að hann ákveði að tekið verði upp valfrjálst hollustumerki að sænskri fyrirmynd eins og Danir og Norðmenn hafa nýverið gert.

Sjá nánar

Málþing um foreldrasamstarf

RannUng, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, efnir til málþings um foreldrasamstarf fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 12:30 - 16:30. Málþingið er haldið í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, Bratta.

Sjá nánar

Ofbeldi og slys á börnum

Lýðheilsustöð og Slysavarnarráð efna til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. mars nk. á Grand hótel Reykjavík. Efni fundarins er ofbeldi og slys á börnum.

Sjá nánar

Velferð barna í fyrirrúmi

Í grein í Morgunblaðinu í dag vekur umboðsmaður barna athygli á mikilvægi þess að tryggja velferð barna í því efnahagsástandi  sem nú ríkir. Börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.

Sjá nánar

Heimsókn ungmenna

Í gær komu ungmenni úr unglingasmiðjunni Stíg í heimsókn til umboðsmanns barna. Krakkarnir fengu kynningu á embættinu og störfum umboðsmanns barna og hvaða hlutverki hún gegnir fyrir börn.

Sjá nánar

Velferð barna og vægi foreldra

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði.

Sjá nánar

Raddir barna - heimsókn frá leikskólanum Fálkaborg

Umboðsmaður barna fékk góða heimsókn í morgun frá 5 ára börnum sem öll eru á leikskólanum Fálkaborg. Þau Elín, Guðrún Ýr, Hafsteinn Ernir, Sigurlaug Birna, Katrín Skuld, Friðrik Örn, Daníel og Skúli Örn hafa öll tekið þátt í verkefni á vegum umboðsmanns barna um „Raddir barna“ sem tekur m.a. til þess hvernig er að vera barn á Íslandi. Er leikskólinn Fálkaborg einn af fjölmörgum leikskólum sem taka þátt í verkefninu en auk leikskóla,sem eru u.þ.b. 20 hafa rúmlega 20 grunnskólar skráð sig til þátttöku.

Sjá nánar

Börn mótmæla reykingum

Þegar umboðsmanni barna var litið út um gluggann síðastliðinn miðvikudag sá hún nokkur vösk börn með mótmælapjöld sem hrópuðu hástöfum „Reykingar drepa!“.  Að sjálfsögðu fóru starfsmenn umboðsmanns barna út og tóku myndir af mótmælunum. 

Sjá nánar

Heimsókn ÓB ráðgjafar

Þeir Ólafur Grétar Gunnarsson og Bjarni Þórarinsson hjá ÓB ráðgjöfum heimsóttu umboðsmann barna þriðjudaginn 17. mars síðastliðinn. Kynntu þeir m.a. námskeiðið „Barnið komið heim“ sem er ætlað verðandi foreldrum og foreldrum barna á fyrsta ári fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins – Að ala upp barn.

Sjá nánar

Vel heppnað ungmennaþing á Akureyri

Ungmennaþing sem haldið var á Akureyri dagana 4. og 5. mars sl. var afar vel heppnað. Þingið sótti ungt fólk frá öllu landinu á aldrinum 13 til 30 ára auk annarra gesta. Viðfangsefni ungmennaþingsins var „hvort ungmennaráðin séu gjallhorn ungs fólks?“ Í stuttu máli má segja að ungu fólki þykir ungmennaráðin og vettvangur þeirra vera mjög mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Sjá nánar

Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag 4. mars og stendur yfir í tvo daga. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13-30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt.

Sjá nánar

Mætir þjónustan þínum þörfum?

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra boðar til opins fundar um þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar í nútíð og framtíð, miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00 - 18:30.  Markmið fundarins er að kynna fyrirhugaðar áherslubreytingar í þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar og ræða hugmyndir um hvaða leiðir eru færar til að auka hlut notenda í mótun og þróun þjónustu.

Sjá nánar

Börn og unglingar í kreppu - hvað er til ráða?

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska/Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda. Þar verður foreldrum/forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.

Sjá nánar