Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum og vönduðum heilsuvef, www.6h.is, sem opnaður var nýlega.
Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af fyrirhugaðri breytingu á fæðingarorlofi, þ.e. skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku hluta orlofsins um þrjú ár.
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu um skólastefnuna skóli án aðgreiningar sem haldin verður fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13.15–16.30. Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Vegna umræðu um lánveitingar Glitnis til barna frá eins árs aldri til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr fyrir tveimur árum vill umboðsmaður barna árétta að lánveitingar til barna eru ekki heimilar nema að fengnu leyfi yfirlögráðanda (sýslumanns) og þá aðeins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Álit mennta- og menningarmálaráðuneytis um vettvangsferða og skólagöngu fósturbarna eru hér birtir í heild sinni.
Tilkynning um umsóknarfrest hjá Evrópu unga fólksins - Youth in Action - Ungmennaáætlun Evrópusambandsins 2007 - 2013.
Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum var haldin 25. september sl. Með hljóðvist er átt við ómtíma og hljóðstig í umhverfi, t.d. í kennslustofu. Hljóðvist skiptir máli fyrir hlustunarskilyrði og upplifun fólks á hljóðum í umhverfinu. Hávaði í umhverfi barna hefur áhrif á heilsu þeirra, líðan og einbeitingu.
Forvarnardagur 2009 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins á morgun, miðvikudaginn 30. september. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Reglulega eru haldnar málstofur á vegum RBF og félagsráðgjafardeildar HÍ. Málstofurnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis.
Nú standa yfir skráningar á námskeið og úrræði haustsins sem í boði eru fyrir börn og unglinga í Foreldrahúsi.
Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Herferð Evrópuráðsins - börn og ofbeldi.
Í júní 2008 hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.
Á Egilsstöðum veður haldin sérstök dagskrá í tilefni að degi barnsins og veður m.a. opnuð sýning þar sem hægt er að skoða afrakstur verkefnisins „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.
Umboðsmaður barna hefur ritað menntamálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf vegna umræðu um fækkun kennsludaga í grunnskólum. Í bréfi sínu ítrekar umboðsmaður að börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagashópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.
Ungmennaráðið samanstendur að krökkum á aldrinum 12 - 18 ára sem koma alls staðar að af landinu.
Rauðakrosshúsið býður upp á ókeypis námskeið fyrir foreldra dagana 30. apríl, 7. og 14. maí næstkomandi. Námskeiðið ber yfirskriftina „Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar“ . Meðal efnis á námskeiðinu eru þættir eins og gildi markmiðssetningar í uppeldi og hvernig fordæmi foreldra og annarra getur ýmist kennt börnum æskilega og eða óæskilega hluti.
Nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðherra um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Nefndin leggur m.a. til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbót atvinnuleysisbóta vegna barna.
Málstofa um Skaðabótaábyrgð barna verður haldinn 17. apríl nk. kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101.
Skaðabótaábyrgð barna hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu misseri. Af því tilefni hafa lagadeild Háskóla Íslands og umboðsmaður barna ákveðið að efna til málstofu um efnið.
Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga nokkrar helgar í apríl og maí. Í tilkynningu frá þesum aðilum segir að fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafi breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum.
Umboðsmaður barna fagnar nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð sem miðar m.a. að því að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Við þær aðstæður sem nú eru uppi er sérstaklega mikilvægt að huga að velferð barna og tryggja að öruggt velferðarnet sé til staðar til að koma í veg fyrir að afleiðingar efnahagsástandsins hafi áhrif á líðan þeirra og þroska. Börn eru viðkvæmur samfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og verður að fylgjast náið með líðan þeirra jafnt heima sem í skóla.
Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fylgja nú eftir leiðbeiningum um aukna neytendavernd barna með tillögu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að hann ákveði að tekið verði upp valfrjálst hollustumerki að sænskri fyrirmynd eins og Danir og Norðmenn hafa nýverið gert.
RannUng, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, efnir til málþings um foreldrasamstarf fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 12:30 - 16:30. Málþingið er haldið í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, Bratta.
Lýðheilsustöð og Slysavarnarráð efna til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. mars nk. á Grand hótel Reykjavík. Efni fundarins er ofbeldi og slys á börnum.
Í grein í Morgunblaðinu í dag vekur umboðsmaður barna athygli á mikilvægi þess að tryggja velferð barna í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.
Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði.
Miðvikudaginn 18. mars nk. verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel frá kl. 8:15 - 10:00. Yfirskrift fundarins er „Velferð barna ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga.“
Ungmennaþing sem haldið var á Akureyri dagana 4. og 5. mars sl. var afar vel heppnað. Þingið sótti ungt fólk frá öllu landinu á aldrinum 13 til 30 ára auk annarra gesta. Viðfangsefni ungmennaþingsins var „hvort ungmennaráðin séu gjallhorn ungs fólks?“ Í stuttu máli má segja að ungu fólki þykir ungmennaráðin og vettvangur þeirra vera mjög mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra boðar til opins fundar um þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar í nútíð og framtíð, miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00 - 18:30. Markmið fundarins er að kynna fyrirhugaðar áherslubreytingar í þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar og ræða hugmyndir um hvaða leiðir eru færar til að auka hlut notenda í mótun og þróun þjónustu.
Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska/Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda. Þar verður foreldrum/forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.
Í dag, á öskudaginn, hafa börn í mismunandi búningi komið í heimsókn á skrifstofu umboðsmanns barna. Börnin hafa sungið og fengið verðlaun fyrir. Á Laugaveginum, þar sem skrifstofa umboðsmanns barna er til húsa, hefur mátt sjá nornir, sjóræningja, prinsessur, Línu Langsokk og fleiri og fleiri sögufrægar persónur hlaupa á milli búða til að fá að syngja og þiggja smá góðgæti.
Mentor, nemendafélag félagsráðgjafanema við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands heldur sitt árlega málþing sem nú ber yfirskriftina ÁHRIF EFNAHAGSÞRENGINGA Á FJÖLSKYLDUR MEÐ BÖRN. Málþingið verður haldið á Háskólatorgi, stofu 105, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.30 - 15.30 og er öllum opið.
Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.
RannUng og Háskólaútgáfan hafa gefið út bókina Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi. Ritstjórar eru Jóhanna Einarsdóttir prófessor og Bryndís Garðarsdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna þar sem leitast er við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, og Myndstef hafa gefið út DVD disk með kennsluefni og myndefni um ábyrga og jákvæða netnotkun ásamt kennsluleiðbeiningum. Disknum hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins.
Vandasamt er að svara því með algildum hætti hvenær börn mega taka þátt í pólitísku starfi og mótmælum. Nauðsynlegt er að meta það út frá aðstæðum hverju sinni sem og aldri og þroska barnsins. Ávallt þarf að hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi og gæta þess að velferð þeirra sé tryggð.