25. nóvember 2009

Ný bók um börn sem búa við alkóhólisma

Út er komin léttlestrarbókin Ekki segja frá. Bókin fjallar um börn sem búa við alkóhólisma og hvernig þau taka á því.

Út er komin léttlestrarbókin Ekki segja frá. Bókin fjallar um börn sem búa við alkóhólisma og hvernig þau taka á því.

Á vefsíðu útgefanda segir:

Systkinunum Báru og Bessa kemur vel sama og þau búa við góðar aðstæður að flestra áliti, en ekki er allt sem sýnist.
Skuggi áfengisvandans hvílir yfir þeim.
Gera má ráð fyrir að fjórða hvert barn búi við alkóhólisma.
Þessi börn ræða ekki um vanda sinn, bera harm sinn í hljóði.
Aftast í bókinni er bent á aðila sem börn geta leitað til við erfiðar aðstæður í von um að það gæti rofið einangrun þeirra.

Arnheiður Borg gefur bókina út, sjá nánar um útgáfuna hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica