Fréttir
Eldri fréttir: 2007 (Síða 12)
Fyrirsagnalisti
Efling foreldrahæfni - Stefna Evrópuráðsins
Nýlega samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006)19. Jafnframt fylgja tvö fylgiskjöl um foreldrahæfni í Evrópu samtímans: "Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman" og "Leiðbeiningar handa fagfólki".
Unglingar vilja skýr mörk - sænsk könnun
Unglingar vilja að foreldrar þeirra setji þeim mörk og vilja ekki að foreldrar kaupi fyrir þá áfengi eða bjóði þeim upp á bjór og vín. Þetta kemur fram í könnun sem umboðsmaður barna í Svíþjóð gerði meðal ráðgjafarbekkja sinna.
Einmana börn - Fræðslufundur
Samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM heldur fræðslufund um börn og einmanaleika á Grand hóel þriðjudaginn 24. apríl n.k. kl. 8:15 - 10:00.
Nám að loknum grunnskóla 2007
Menntamálaráðuneytið hefur gefið út fræðsluritið Nám að loknum grunnskóla 2007. Í bæklingnum er kynnt það nám sem í boði er í íslenskum framhaldsskólum.
Olnbogabörn skólasamfélagsins - eru þau til enn?
FÍUM, Félags íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga, stendur fyrir málþingi í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni, miðvikudaginn 18. apríl nk. frá kl. 8:30 til kl. 15:30.
Tökum kúrsinn - Ráðstefna um málefni innflytjenda
Ráðstefna um málefni innflytjenda verður haldin mánudaginn 16. apríl kl. 13:30 til kl. 16:00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Réttur barna til foreldra - Málþing
Norræna húsið og sænska sendiráðið efna til málþings og pallborðsumræðna í tilefni aldarafmælis Astrid Lindgren. Málþingið er haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 12. apríl kl. 14:00. Frummmælendur á málþinginu eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð, og Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna á Íslandi.
Ungmennaráð í hvert sveitarfélag
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að 17. mars sl. voru samþykkt á Alþingi ný æskulýðslög. Í lögunum er í fyrsta skipti lagt að sveitarstjórnum að hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð í sveitarfélögunum.
Málþing um sérkennslu í íþróttum
Málþing um sérkennslu í íþróttakennslu í grunnskólum verður haldið í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 12. apríl kl. 15:00.
Síða 12 af 15