Fréttir


Eldri fréttir: 2007 (Síða 11)

Fyrirsagnalisti

11. maí 2007 : Foreldrar vanmeta höfuðverk barna

Börn fá oftar höfuðverk en foreldrar þeirra telja að því er fram kemur á forskning.no

11. maí 2007 : Listviðburður fyrir alla

Sýning franska götuleikhússins Royal de Luxe fer fram í miðborg Reykjavíkur dagana 10. til 12. maí. Föstudaginn 11. maí fór 8 metra há risafígúra, Risessan, á flakk um götur borgarinnar við mikla hrifningu vegfarenda.

9. maí 2007 : Trampólín

Umboðsmaður barna birtir hér grein eftir Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur, sviðstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rétta notkun trampólína.

9. maí 2007 : Börn og umferðin

Grein eftir Hildi Tryggvadóttur Flóvenz starfsmann hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um helstu atriði er varða öryggi barna í umferðinni.

2. maí 2007 : Börn og vanræksla - Ráðstefna að ári

Norræna félagið gegn illri meðferð á börnum stendur fyrir fimmtu ráðstefnu sinni á Nótel Nordica 18.-21. maí 2008. Þema ráðstefnunnar verður Börn og vanræksla: Þarfir - skyldur - ábyrgð.

2. maí 2007 : Forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum - Ráðstefna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Forvarnir eru besta leiðin sem haldin verður í Kennaraháskólanum 24 -25 maí 2007. Aðstandendur ráðstefnunnar eru Barnaverndarstofa, Blátt áfram, Félag heyrnarlausra, Háskólinn í Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Stígamót og Neyðarlínan 112.

25. apríl 2007 : Fjöldi barna í leikskólum 2006

Hagstofa Íslands hefur gefið út nýjar tölur um fjölda barna í leikskólum í árslok 2006. Í frétt á vefsíðu Hagstofunnar segir að börn í leikskólum hafi aldrei verið fleiri og dvalartími barna í leikskólum lengist stöðugt.

24. apríl 2007 : SAMAN hópurinn hlýtur lýðheilsuverðlaunin 2007

Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 voru veitt við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Handhafi verðlaunanna í ár er SAMAN hópurinn og veitti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hópnum verðlaunin fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra.

23. apríl 2007 : Til hamingju Ástráður!

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hlaut nýlega Íslensku forvarnaverðlaunin 2007. Verðlaunin eru veitt af Forvarnarhúsi Sjóvár. Ástráður þykir hafa unnið mikilvægt og vandað sjálfboðastarf til að efla kynheilbrigði ungs fólks og er öðrum háskólanemum góð fyrirmynd og hvatning.
Síða 11 af 15

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica