23. apríl 2007

Efling foreldrahæfni - Stefna Evrópuráðsins

Nýlega samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006)19. Jafnframt fylgja tvö fylgiskjöl um foreldrahæfni í Evrópu samtímans: "Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman" og "Leiðbeiningar handa fagfólki".

Nýlega samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006)19. Jafnframt fylgja tvö fylgiskjöl um foreldrahæfni í Evrópu samtímans: "Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman" og "Leiðbeiningar handa fagfólki".

Í frétt 18.04.2007 á vefsíðu Barnaverndarstofu segir:

Segja má að í tilmælum ráðherranefndarinnar felist tilraun til að gera meginreglur Barnasamningsins ásamt bestu fagþekkingu í uppeldismálum aðgengilega fyrir ríkisstjórnir aðildarríkjanna, foreldra og fagfólk sem vinnur með börnum og foreldrum þeirra. Jafnframt kemur fram í tilmælunum að leitast skuli við að virkja foreldra, fagfólk og stjórnvöld til samhæfðra aðgerða í uppeldismálum þar sem réttur barnsins til virkrar þátttöku og verndar er virtur.

Evrópuráðið leggur áherslu á réttindi barna og fellst að fullu á skilmála Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna enda er nú á tímum litið á börn sem einstaklinga sem njóta réttar, ekki sem eign foreldra sinna.  Foreldrahæfni er fólgin í að læra að vinna með barninu enda vinna börn best með þeim sem sýna þeim góðvild, virðingu, skilning og viðurkenningu á því að þau eru líka einstaklingar. Í skjalinu sem ætlað er foreldrum er fjallað um ástæður þess að ala börn upp án ofbeldis og gefnar hagnýtar leiðbeiningar um uppeldi án líkamsmeiðinga.

Talið er mikilvægast að foreldrar sjái börnum sínum fyrir eftirfarandi:

  • Grunnumönnum.  Að sjá um að líkamlegum þörfum barnsins sé sinnt, það njóti t.d. matar, yls, húsaskjóls, hreinlætis, klæða og heilbrigðisþjónustu.
  • Að öryggi þeirra sé tryggt.  Að tryggja það að barnið sé öruggt með því að vernda það gegn hættum, bæði á heimilinu og utan þess.
  • Tilfinningahlýju.  Að tryggja að barnið fái tilfinningalegan stuðning og því finnist það metið að verðleikum.
  • Örvun.  Að örva lærdóm barnsins og vitsmunaþroska með því að tala við barnið, hvetja það, taka þátt í leikjum þess og sjá um að það eigi kost á menntun.
  • Leiðsögn og mörk.  Að segja barninu til og setja því mörk og sýna því hvernig hegðun er við hæfi.
  • Staðfestu.  Að veita barninu ævinlega hlýju, svara því og tryggja að það hafi samband við það fólk sem skiptir það mestu.

Hér má sjá ofangreind tilmæli:


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica