Vinna fyrir 13 ára
Hvar getur maður byrjað að vinna 13 að verða 14 ára? Langar að byrja að safna og vinna mér inn pening.
Hæ hæ,
Almennt er talið að nám í grunnskóla sé full vinna og að best sé að börn noti þær stundir sem þau eiga lausar til að leika sér og stunda skipulagt frístundastarf.
Ef þig langar að fá þér vinnu mælir umboðsmaður barna með því að þú talir um það við foreldra þína og fáir ráð frá þeim. Það er líka þeirra að gæta hagsmuna þinna og sjá til þess að rétt sé farið að öllu. Þau geta líka aðstoðað þig við að finna vinnu sem hentar þér.
Almenna reglan er sú að börn í skyldunámi megi ekki ráða til vinnu en það eru undantekningar frá þeirri reglu.
Börn sem eru 13 og 14 ára mega til dæmis vinna í skólagörðum, við létt skrifstofustörf eða störf í verslunum en þau mega ekki vinna við afgreiðslukassa. Börn á þessum aldri mega aðeins vinna störf sem teljast hættulaus og eru af léttara tagi þá má vinnan ekki ógna öryggi og heilbrigði barna. Þegar skólinn er mega börn á þessum aldri mest vinna í 2 klst. á dag og ekki meira en 12 klst. á viku. Þegar það er sumarfrí þá má mest vinna 7 klst. á dag og ekki meira en 35 klst. á viku.
Hér er listi yfir þau störf sem þú mátt vinna við þegar þú ert 13 og 14 ára.
Með góðri kveðju frá umboðsmanni barna