Vinna barna
Mega krakkar yngri en 16 vinna meira en 12 tíma á viku og 2 tíma á skóladegi ef þau vilja það?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Börn á aldrinum 15-17 sem eru búin að ljúka grunnskóla mega vinna allt að 8 klukkustundir á dag. Börn sem eru ekki búin að ljúka grunnskóla mega ekki vinna lengur en 2 klukkustundir á skóladegi en það á ekki við um tímabil þegar skólinn er ekki opinn, t.d. um helgar eða í skólafríum. Börn yngri en 16 ára mega ekki vinna lengur en 12 klukkustundir á viku.
Þú getur kynnt þér nánar reglur um vinnutíma barna og unglinga á veggspjaldi Vinnueftirlitsins, sjá hér. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Gangi þér vel og bestu kveðjur frá umboðsmanni barna