Vil flytja að heiman
stelpa
15
Eg vil flytja að heiman ég veit eg get það ekki þar sem eg er 15 ara en mer liður hja foreldrum minum þau skilja mig ekki afh mer liður illa og eg get ekki talað við þau þvi eg vil það ekki og mer langar það ekki, við forum til barnavendanefnd til að fa hjalp með þessu en það lagaðist ekki, mer hefur alltaf liðið illa og mamma kallar mig ogeðslegum orðum hótar mer og svoleiðis. Eg hef reynt að vilja vera herna og gera mitt besta en það gengur ekki eg vil fara til konu sem eg þekki sem eg get treyst 100% og alltaf talað við hana og hun skilur mig en hun sagðist ekki vilja blanda ser inn i þetta að eg ætti frekar fyrst að tala við ykkur
Komdu sæl
Það er leitt að heyra hvernig málin standa. Barnaverndin á að hlusta á þig og gera allt sem hún getur til þess að aðstoða þig. Þar sem þú ert orðin 15 ára á barnaverndin líka að taka mikið tillit til vilja þíns. Hér á vef umboðsmanns getur þú lesið meira um hlutverk barnaverndar.
Það gæti verið gott að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir og biðja um aðstoð til þess að tala við barnaverndina, t.d. umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðing. Þú getur líka talað betur við þessa konu sem þig langar að búa hjá og beðið hana um frekari aðstoð. Ef hún vill fyrst fá frekari upplýsingar getur þú bent henni á að hringja í okkur.
Ef þú vilt getum við líka aðstoðað þig við að ræða við barnaverndina. Þá þarft þú að senda okkur nafnið þitt, upplýsingar um hvar þú átt heima og nafnið á þeim fulltrúa sem þú hefur talað við hjá barnaverndinni. Þú getur annaðhvort svarað þessum pósti eða hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjálst). Þú getur líka sent okkur símanúmerið þitt og við hringjum í þig.
Gangi þér vel!
Kær kveðja frá umboðsmanni barna