Smokkurinn
Er hægt að vera ólétt ef að þú notar smokk og það er ekkert gat og smokkurinn er settur rétt á?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Smokkurinn veitir vörn gegn þungun og mörgum kynsjúkdómum og mesta öryggi hans er 98 % ef hann er notaður rétt.
Hér er hægt að lesa meira um getnaðarvarnir og hér er hægt að lesa nánar um smokkinn.
Það gæti einnig verið gott fyrir þig að lesa svör við hinum ýmsu spurningum um kynlíf og sambönd hér á síðunni hjá okkur.