Mega 14 ára og 12 ára sofa saman?
Stelpa
12
Meiga 14 ára og 12 ára sofa saman
Hæ hæ.
Í fyrirspurn þinni til umboðsmanns barna spyrð þú hvort 14 ára og 12 ára megi stunda kynlíf.
Samkvæmt lögum má ekki stunda kynlíf með barni sem er ekki orðið 15 ára. Ástæðan fyrir því er sú að það þykir ekki æskilegt að börn byrji að stunda kynlíf svo ung auk þess að það er mikilvægt að vernda þau fyrir misnotkun. Ekki væri þó hægt að kæra ykkur fyrir að stunda kynlíf áður en þið verðið 15 ára þar sem þið eruð ekki sakhæf fyrr en þá. En að vera sakhæfur þýðir að hægt er að refsa manneskju fyrir brot á refsilögum.
Mjög mikilvægt er að byrja ekki að stunda kynlíf fyrr en báðir aðilar eru tilbúnir til þess og gera sér grein fyrir afleiðingum þess, bæði andlega og líkamlega. Er því yfirleitt ekki mælt með að byrja að stunda kynlíf þegar maður er enn svona ungur.
Hérna er hægt að finna nánari upplýsingar um kynlífsfræðslu, kynheilbrigði og sambönd með því að ýta á slóðina hérna fyrir neðan:
https://www.barn.is/boern-og-unglingar/rettindi-og-radgjoef/kynlif-og-samboend/
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar er þér velkomið að hafa samband aftur með því að svara þessum tölvupósti eða hringa í okkur í síma 800-5999 (gjaldfrjálst)
Kær kveðja frá umboðsmanni barna